Fréttir

8.12.2014

Snillingar og stjórnarkjör

Gestir úr Skólahljómsveit Kópavogs heimsóttu okkur 27. nóvember og fluttu frumsamda tónlist. Gerður var góður rómur að flutningi þessara 9-13 ára snillinga framtíðarinnar. 

    






Reikningar síðasta starfsárs voru afgreiddir og kosið var til stjórnar starfsárið 2015-16. Með Bjarnheiði Guðmundsdóttur í stjórn verða, Jóhannes M Gunnarsson verðandi forseti,  Jóna Ingólfsdóttir ritari, Helgi Skúli Helgason stallari og Lilja Ólafsdótir gjaldkeri.

Ragnar Th. Sigurðsson sýndi ógnvekjandi og um leið hrikafagrar ljósmyndir frá Holuhrauni þar sem dróni var m.a. notaður til að komast sem næst eldgosinu.
Farið var með fjórprófið og forseti sleit fundi.