Fréttir

18.12.2013

12. desember 2013

Eiríkur Hreinn Helgason yfirlögregluþjón í heimsókn

Eiríkur flutti fróðlegt erindi um starf lögreglu og samvinnu við
erlendar stofnanir.EHE_12122013

Annasamur fundur
Niðurstaða kosninga. Næstu stjórn skipa Magnús Jóhannsson forseti, Bjarnheiður K Guðmundsdótti verðandi forseti, Guðmundur Ásgeirsson gjaldkeri, Margrét K Gunnarsdóttir stallari og Ágúst Ingi Jónsson ritari.

Anna Stefánsdóttir sagði frá heimsókn í Rótarýklúbb í vestur Ástralíu þar sem hún heimsótti Rótarýklúbbinn Albanie Port. Þar eru 25 félagar á ýmsum aldri og einungis karlmenn. Tekið var sérstaklega vel á móti Önnu en á fundinum voru einnig Inner Wheel konur. Anna Stefánsdóttir afhenti forseta  fána Rótarýklúbbsins Albanie Port.

3 mínútna erindi Stefáns Baldurssonar var frásögn af flugferð til Osló fyrir 10 árum þar sem hurð skall nærri hælum.  (Sjá fundargerð fundarins).
 Að lokum fróðlegt erindi Eiríks Hreins Helgasonar.