Fréttir

23.7.2013

Fróðlegur febrúar

Fundir klúbbsins foru fróðlegir í febrúar sem endranær.

Fundur haldinn 7. febrúar var í umsjón starfsþjónustunefndar en formaður hennar er Jón Pétursson.  Auglýstur fyrirlesari dagsins boðaði forföll en í stað hans var myndasýning í umsjón Ragnars Th. Sigurðssonar. Efni sýningarinnar var „Kolgrafarfjörður í fyrrinótt“. Aðal tilgangur ferðarinnar var að taka myndir af norðurljósum en Ragnar vinnur að bók um þau merku fyrirbæri. Sýndi Ragnar klúbbfélögum sínum margar fallegar myndir og skýrði skemmtilega frá.

Þriggja mínútna erindi flutti Þórður Helgason. Rifjaði hann upp eftirminnilega veiðiferð.


Fundurinn 14. febrúar var í umsjón þjóðmálanefndar en formaður hennar er Þóranna Pálsdóttir. Fyrirlesari dagsins var Lárus L. Blöndal og ræddi hann málefni Icesave í fortíð og framtíð. Hann rifjaði upp fyrstu viðbrögð Hollendinga og Breta og annarra landa.  Hann gerði grein fyrir samningsstöðu Íslands. 

 

Fundurinn 21. febrúar var í umsjón menningamálanefndar en formaður hennar er Stefán Baldursson sem kynnti fyrirlesara dagsins sem var Sveinn Einarsson. Hann flutti erindi undir yfirskriftinni: Hver drap Kambann? Væntanleg er á markað bók eftir Svein um ævi og störf Guðmundar Kambans. 

Þriggja mínútna erindi flutti Bjarnheiður Guðmundsdóttir. Hún rifjaði upp hið fyrsta sinn er hún fór að versla í matinn fyrir sig og bónda sinn.


Fundurinn 28. febrúar var í umsjón Rótarýsjóðs- og rótarýfræðslunefndar en formaður er Karl Skírnisson. Gerði hann grein fyrir sölu rótarýnæla og binda sem fram fór á fundinum til styrktar Rótarýsjóðnum. 
Fyrirlesari dagsins var Perla Björk Egilsdóttir verðandi forseti e-Rótarýklýbbsins en Guðlaug Birna kynnti hana. Erindið fjallaði um eRótarý Ísland - hugmynd sem varð að veruleika. Klúbburinn er klúbbur fyrir ungt fólk, með óhefðbundnu sniði.