Fréttir
  • mat

5.6.2013

Borgir veita nýsveini í matreiðslu við MK viðurkenningu

Rótarýklúbburinn Borgir sinnir samfélagsverkefnum og er eitt þeirra að veita verðlaun fyrir góðan árangur í sérgreinum verknáms á lokaprófi frá Hótel- og matvælaskóla MK.
Við útskrift frá Menntaskólanum í Kópavogi þann 17. maí sl. var nýsveini í matreiðslu, Steinunni Lilju Heiðarsdóttur veitt viðurkenning.  Steinunn Lilja sýndi bestan árangur í verknámi vorið 2013 á lokaprófi frá Hótel- og matvælaskólanum í Menntaskólanum í Kópavogi vorið 2013. Á meðfylgjandi mynd er forseti Rótarýklúbbsins Borga, Ingi Kr. Stefánsson með verðlaunahafanum.
Í þakkarbréfi skólameistara MK til klúbbsins segir m.a:
Auka þarf vægi verknáms í íslenskum framhaldsskólum og mikilvægt er að hvetja þá nemendur til dáða sem vel standa sig. Rótarýklúbburinn Borgir hefur lagt sitt af mörkum til hvatningar í verknámi með glæsilegri styrkveitingu. Þá sýnir klúbburinn Menntaskólanum í Kópavogi virðingu og hlýhug með þessu framlagi.