Fréttir
  • BK_141113

17.12.2013

14. nóvember

Bjarki Karlsson las úr ljóðum sínum.  Höfundur var með frábæran flutning úr bókinni þar sem töfrar bragarháttanna nutu sín til hins ýtrasta. Í bókinni er ljóðabálkur með 20 mismunandi bragarháttum sem byggir á Afi minn fór á honum Rauð.......og las höfundur upp úr þessum ljóðabálki. Mikið var hlegið á fundinum og félagar sýndu bókinni mikinn áhuga

Jóhannes Gunnarsson kynnti fyrirlesara dagsins Bjarka Karlsson. Bjarki hlaut nýlega verðlaun úr sjóði Tómasar Guðmundssonar fyrir ljóða bókina Árleysi alda.  Bjarki er menntaður kerfisfræðingur, síðustu aldamót hóf nám í íslenskum fræðum, er í doktorsnámi.

Ljóðabókin Árleysi alda hefur vakið mikla athygli og hvað er það sem gerir þetta svona sérstakt en nú er ekki mikil eftirspurn eftir fífílbrekkum og smölum. Í bókinni eru hefðbundir bragarhættir – en efnistökin eru færð til nútímans. Í umsögn dómnefndar segir m.a. um verðlaunabókina, sem inniheldur háttbundin ljóð: óvenju vel heppnuð blanda af húmor, fornum bragarháttum og samfélagsádeilu. Höfundur hefur framúrskarandi vald á bragarháttunum og hefur náð að flétta það vald saman við skarpa samfélagsádeilu og slynga orðaleiki sem gefa handritinu öllu einstakt gildi og dýpt. Gefur aldrei nokkurn afslátt af þeim skáldlegu kröfum sem hann augljóslega gerir til sjálfs sín. Tekur sér stöðu eins og hirðskáld eða höfuðskáld til forna og yrkir um samtíma sinn á fjölbreytilegan hátt. Í senn angandi af fúkka og skínandi glansandi fægt; bæði ævafornt og svo módern að það verður alvarlega póstmódern. Það þyrlar rykinu af því sem við vissum ekki að við hefðum gleymt.