Stórtónleikar Rótarý 3. janúar í Langholtskirkju
Enn er hægt að kaupa miða. Smelltu hér.
Afhending tónlistarverðlauna Rótarý 2014 fer fram á tónleikunum.
Á tónleikunum flytja þau Alina Dubik og Jónas Ingimundarson spennandi efnisskrá með söngvum eftir Tsjækovski, Glinka, Chopin og Sígaunalögin eftir Dvorák.
Fyrst á efnisskránni er afar tilkomumikið og áhrifaríkt atriði úr gleymdu verki eftir Tsjækovski. Þá verða flutt tvö yndisleg lög eftir Glinka, sem hefur verið nefndur faðir rússneskrar tónlistar, fyrsta stórtónskáld í þeirra hópi. Þá verða sungin tvö þekktustu sönglög er Pólverjans Chopin, sem allir elska og dá. Chopin er samlandi Alínu. Þau Alína og Jónas hafa unnið saman með góðum árangri og þess má geta að þegar 200 voru frá fæðingu Chopins 2010 kom út CD diskur með öllum sönglögum hans flutt af þeim Alínu og Jónasi.
Síðastur höfunda á fyrri hluta tónleikanna er Antonin Dvorák, annað höfuðtónskáld Tékka og flytja þau Alína og Jónas Sígaunalögin sjö eftir hann. Þau eru gimsteinn í kórónu verka hans, heit og litrík. Sagan segir að Brahms hafi verið einn aðalhvatamaður Dvoráks og hvatti hann mjög til dáða. Brahms hafði þá samið sína ungversku dansa, sem urðu afar vinsælir og hinn ungi Dvorák kom með sína tékknesku dansa, sem gerðu hann heimsfrægan á augabragði.
Tónlistarverðlaun Rótarý 2014
Verðlaunahafinn 2014 er Lára Bryndís Eggertsdóttir organisti og tekur hún hljóðfæri kirkjunnar til kostanna m.a. með d moll Tokkötu Bachs, sem hvert mannsbarn þekkir. Ef einhver er í vafa má smella hér til að átta sig betur.
Að lokum syngur Alína með Jónasi þrjár óperuaríur af ólíku tagi, eftir Gluck, Saint-Saëns og Verdi. Alína syngur allt á frummálinu, rússnesku, pólsku, tékknesku, ítölsku og frönsku svo ekki skortir fjölbreytnina.
Rótarýfélagi og fyrrum þjóðleikhússtjóri Sveinn Einarsson leikstjóri og rithöfundur flytur þýðingar á öllum textum kvöldsins. Þýðandi er Reynir Axelsson samstarfsmaður Jónasar til margra ára. Reynir hefur þýtt yfir tvö þúsund ljóð og texta úr 16 tungumálum. Hann er stærðfræðiprófessor við Háskóla Íslands.
Miðasala á midi.is Smelltu hérGóða skemmtun.