Fréttir

17.11.2014

Listsköpun og íþróttir

Fundur 13. nóvember, 15. fundur á starfsárinu.

Össur Geirsson flutti þriggja mínútna erindi og sagði þann tíma nægja til að rekja íÞróttaferil sinn. Skíðaferillinn endaði á bílskúrshurð, fótboltadraumurinn í skrýtinni ferð á Laugarvatn og golfævintýrið með höfuðhöggi. Á síðari árum hefur kappinn hins vegar orðið öflugur hlaupari og meðal annars hlaupið heilt maraþon.


Gestur fundarins var listamaðurinn Leifur Breiðfjörð og nefndist erindi hans Litir ljóssins. Verk hans eru fjölbreytt í efni þó glerið sé áberandi, litrík og með mikla skírskotun í kristni og sagnaarf. Leifur stiklaði á stóru í listsköpun sinni, en oft vinna þau saman að listinni Leifur og kona hans Sigríður Jóhannsdóttir. 

Í fundarlok fóru félagar með fjórprófið og forseti sleit fundi.