Fréttir
Fyrirtækjaheimsókn 27. apríl
Heimsókn í Rafnar, Kópavogi
Klúbbfélagar Borga sóttu fyrirtækið Rafnar ehf. heim. Þetta var í alla staði skemmtileg og fróðleg heimsókn, en Björn Jónsson kynnti fyrirtækið og starfsemi þess.
Fyrirtækið framleiðir báta, með áherslu á báta til björgunar- og gæslustarfa. Björn lýsti ferð sem var farin á 12m bát frá Íslandi til Gautaborgar, með viðkomu í Færeyjum, Hjaltlandseyjum og Noregi. Skrokkur bátanna er óvenjuleg hönnun sem Rafnar hefur fengið einkaleyfi á. Hönnunin leiðir til þess að bátarnir höggva minna og hegða sér miklu betur í sjó. Flengur er síðan 8,5m opinn bátur sem verður siglt umhverfis Ísland.
Að lokum voru klúbbfélagar leiddir um húsnæði fyrirtækisins og fengu að sjá dæmi um framleiðsluna.