Fréttir

6.10.2015

Átök ríkis og Reykjavíkur um tónlistarnám

Fyrirlesari Freyja Gunnlaugsdóttir

Fundurinn var í umsjá Menningarmálanefndar. Formaður hennar er Svava Bernharðsdóttir og kynnti Össur Geirsson fyrirlesarann Freyju Gunnlaugsdóttur tónlistarmann. Freyja hélt erindi sem hún nefndi „Átök ríkis og Reykjavíkur um tónlistarnám“ en þau átök hafa verið áberandi í fréttum fjölmiðlanna að undanförnu. Þess má geta að Freyja hefur nýlega lokið meistararitgerð sem ber heitið: Framhaldsmenntun í tónlist á Íslandi: Þróun, framtíð og stefna og má lesa hana hér: http://hdl.handle.net/1946/21212. Í erindi Freyju kom fram hve flókið þetta mál er og á sér langa sögu. Mikill niðurskurður í fjárframlögum til þeirra skóla sem mennta framhaldsnemendur í tónlist átti sér stað eftir hrunið og er nú deilt um hvort ríkið eða sveitafélögin eigi að bera kostnaðinn af þeirri menntun.