3.2.2015
Hrós og pilsaþytur í gönguferðum

Gestur fundarins var Hugrún Hannesdóttir, leiðsögumaaður, sem fjallað um undirbúning
gönguferða, búnað og upplifun á fjöllum. Hún sagði að gönguferðir gæfu
margvíslegan ávinning, þær minnkuðu t.d. streitu og hjálpuðu til við að
ná og halda kjörþyngd. Hugrún sagði að í nágrenni Reykjavíkur væru
óendanlega margar gönguleiðir og sannkallaðar perlur þar innan um. Hún
sagði gott að setja sér markmið og vera óspar á að hrósa sjálfum sér.
Hún gerði grein fyrir nauðsynlegum útbúnaði í gönguferðir og mælti
sérstaklega með prjónuðu göngupilsi, jafnt fyrir konur og karla.
Gísli Norðdal flutti þriggja mínútna erindi og kitlaði hláturtaugar
viðstaddra með þremur bröndurum.