Fréttir

26.3.2014

Fjölmenni á fundi 21.mars

Gaman og alvara

Tólf félagar úr Rótaryklúbbi Austurbæjar heimsóttu okkur.  Sungið var undir stjórn Bergþórs Pálssonar.  Ólöf Þorvaldsdóttir rifjaði upp snjóflóðin í Neskaupsstað í þriggja mínútna erindi og aðalfyrirlesari fundarins Ásthildur Bernharðsdóttir sagði frá doktorsverkefni sínu um rannsóknir tengdum stóráföllum sem þjóðir verða fyrir.  Gaman og alvara í bland.