Fréttir
Spítalinn okkar
Á fundi 20. nóvember flutti Linda Udengaard þriggja mínútna erindi og sagði frá þeim hugsunum sem fóru í gegnum huga hennar og tilfinningunum sem bærðust í brjóstinu er hún beið komu föður síns á Keflavíkurflugvelli. Hún hitti pabba sinn þarna í fyrsta skipti og var þá orðin fullorðin.
Félagar okkar, Anna Stefánsdóttir og Jóhannes M. Gunnarsson, greindu frá verkefninu Spítalinn okkar, sem eru landssamtök um uppbyggingu nýs Landspítala. Markmið þeirra er að afla stuðnings meðal almennings og stjórnvalda á nauðsynlegum úrbótum á húsakosti spítalans þannig að hann þjóni nútíma kröfum. Fram kom að margs konar nýrri tækni, sem er staðalbúnaður á nútíma sjúkrahúsum, verði ekki komið fyrir í gömlu byggingunum, sem auk þess eru dreifðar um borgina.