Fréttir

23.7.2013

Merkilegur mars

Margt merkilegt fór fram á fundum klúbbsins í mars.

Fundurinn 14. mars var í umsjón Félagavalsnefndar en formaður hennar er Sverrir Arngrímsson. Þrír nýir félagar teknir inn í klúbbinn, Dagmar Huld Matthíasdóttir hjúkrunarfræðingur, Guðrún Guðmundsdóttir, þroskaþjálfi og Guðrún Eggertsdóttir viðskiptafræðingur. Sverrir Arngrímsson kynnti klúbbnum nýja félaga og tók þá forseti þær formlega inn í klúbbinn. 

Guðjón Magnússon kynnti fyrirlesara dagsins, Theódóru Þorsteinsdóttur sem sagði frá markaðsátaki Kópavogsbæjar. Hún sagði frá markaðsstofu Kópavogs. Reynsla hennar, sem markaðsstjóri Smáralindar um tíma kenndi henni að samstarf milli stofnana og fyrirtækja í Kópavogi væri ábótavant. Eftir að hafa kynnt sér þessi mál á landsbyggðinni lagði hún hugmynd að markaðsstofu fyrir núverandi meirihluta Kópavogsbæjar og er verkefnið þegar komið í gang. Fór hún síðan ítarlega yfir tilgang þessarar stofu.


Fundur 21. mars var í umsjón ferðanefndar. Snorri kynnti fyrirlesara dagsins, Kára Kristjánsson og starfar hjá Vatnajökulsþjóðgarði. Kári fjallaði um vettvang komandi jeppaferðar Borgara,  Lakagíga, sem urðu til í miklu eldgosi 1783-1784. Kári fjallaði um afleiðingar þessa goss, Móðuharðindin og sagði frá Sr. Jóni Steingrímssyni sem hann taldi að hefði verið ekki minni vísindamaður en prestur. Þá sýndi hann ljósmyndir og sagði frá náttúrufari á svæðinu.



Forseti fór með eigin vísur og vísur eftir Kjartan Sigurjónsson sem urðu til á fundi 14. mars s.l. daginn eftir blindbyl.

Kjartan Sigurjónsson orti:

Nú fengum við frábært næði

og fínt var að yrkja kvæði.

En stjórnin hún vann

meður sóma og sann

að villum í veðurfræði.

<!--[if !supportLineBreakNewLine]-->
<!--[endif]-->

Ingi forseti svaraði:

Kjartani gafst tími til að yrkja,

tjáði sig um það með kurt og pí.

Hugann náð´að efla og andann styrkja.

Við ættum kannski að taka oftar frí 

<!--[if !supportLineBreakNewLine]-->
<!--[endif]-->

Kjartan kom með andsvar snarlega:

Þakka ljóð sem fékk ég frá þér, 

fannst það reyndar ekki klént.

Ekki lætur eiga hjá sér

okkar kæri president.


Jón Gunnarsson flutti þriggja mín. erindi sem fjallaði um ferð hans í Dali fyrir margt löngu þar sem hann hugðist stunda laxveiðar. Það fór hins vegar á annan veg, hann var ræstur út sem björgunarsveitarmaður vegna flugslyss sem hafði orðið á Suðurlandi og á leið hans þangað kom hann að alvarlegu umferðarslysi sem hafði orðið í Kjósinni.

<!--[if !supportLineBreakNewLine]-->
<!--[endif]-->