Fréttir

8.10.2014

Alþjóðamál á fundi 25.9.2014

  • Aðalgestur á fundi 25. september var Pia Hanson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og Rannsóknaseturs um smáríki. Markmið stofnunarinnar er að vera leiðandi í rannsóknum um  alþjóðamál og stöðu Íslands á alþjóðavettvangi.
  • Sigfús Grétarsson flutti þriggja mínútna erindi og sótti efnið í ljóð eftir Sigga Gúst.


Sigfús Grétarsson var með 3 mín erindi og flutti ljóð úr bók Sigga Gúst.
Þar á meðal ljóðið Óskabarn Íslands:

Húsið mitt hrúgaldið, hrákasmíð, hallandi
Fíflaleg fjárfesting, frjálst fer hún fallandi.
Stoðirnar morknandi, rammskakkar, rekandi.
Þakið er sígandi, mígandi, lekandi.

Konan mín bitur er kynköld og klagandi.
Hvað sem hún segir er nístandi nagandi.
Ástin er ofmetin, dásemdin deyjandi.
Daunill hún þráir mér þörfina þegjandi.

Vinnan mín þreytandi, þrúgandi, þjakandi.
Stemmningin leiðinleg, lýjandi, lamandi.
Um næturnar versnandi verð ég því vakandi.
Í álveri svitnandi, misrétti takandi.

Skuldirnar þungar, þær krónískar þyngjandi.
Ótækt er ástandið, alls ekki yngjandi.
Líf mitt er kómískur harmleikur helvískur.
Alheimur gegn mér í samsæri bannsettur.

Ég er óskabarn Íslands, vanmetinn, miskilinn.
Hvar er mitt góðæri, minn tími ókominn.
Ég kom inn í heim þennan, ódýr og einnota.
Fullur ég fer héðan, gleymdur og gjaldþrota.