Fréttir
  • kopavogur

1.9.2012

Stjórnmál og skáldskapur

Síðustu fundir fyrir sumarfrí voru áhugaverðir.  Bæjarstjóri og rithöfundur komu á fundi klúbbsins.

Fundurinn sem haldinn var 5. júlí var fyrsti fundur nýrrar stjórnar og var fundurinn í umsjón hennar. Karl Skírnisson greindi frá fundi með Lisu Lützen á ferð sinni um Þýskaland fyrir stuttu.  Liza er fyrrum skiptinemi Rotary.  Karl las upp bréf frá henni til klúbbsins. Þar kom fram m.a. að Liza hefur gengið í ungliðaklúbb Rotary í Flenzborg. armann
Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs var aðal fyrirlesari dagsins. Ármann rakti ýmis málefni Kópavogsbæjar eins og þau blasa við þessa dagana. Hann kom inn á mörg verkefni bæjarins s.s.verndun gömlu Kópavogshúsanna. Hugmyndir um til hvers húsin verða notuð eru margar. Sjá menn fyrir sér samstarf einkaaðila og bæjarins að þessu verkefni og er stefnt á verklok árið 2015, á 60 ára afmæli Kópavogsbæjar.
Betri Bragur Bæjarstjórnar (BBB) eru markmið sem allir bæjarfulltrúar vilja vinna að.
Þá fjallaði bæjarstjóri um málefni eldri borgara, um nýbygginu íbúða og fækkun tveggja manna herbergja í Sunnuhlíð. Ekki má gleyma hinu metnaðarfulla verkefni að veita aðgengi að Þríhnjúkagíg í landi Kópavogsbæjar.

12. júlí var fundurinn í umsjá skemmtinefndar. Formaður þar er Lára Ingibjörg Ólafsdóttir
Fyrirlesari fundarins var Auður Ava Ólafsdóttir rithöfundur, kennari og listfræðingur. Auður er þekktari erlendis en hér á landi og hafa bækur hennar hafa verið þýddar 20 tungumál, en hún er þekktust í Frakklandi og Spáni.audurava
Hennar aðal starf er kennsla við Háskóla Íslands en hún skrifar í hjáverkum.  Hafa komið út þrjár skáldsögur eftir hana og hefur hún einnig skrifað ljóðabók og leikrit.  Mun fjórða skáldsagan koma út í haust og heitir Undantekningin -  de Poesisa.  Sú bók var aðal efni erindis hennar. 

Þriggja mínútna erindi „Því gleymi ég aldrei“ hélt Jón Pétursson og sagði frá ferð þegar hann sem barn fór með afa sínum norður í land. Þar var orðanotkunin allt önnur en hann átti að venjast og mörg orðin sem hreinasta útlenska.
audurava1