Fréttir

2.1.2013

Líf og list í desember

Dásamlegur desember að vanda

Fundurinn 6. desember var í umsjá Rótarýsjóðs- og Rótarýfræðslunefndar þar sem formaður er Karl Skírnisson
Sérstakir gestir okkar voru félagar úr Rótarýklúbbi Kópavogs.  Karl bauð gesti velkomna og sagði frá hvernig hugmyndin varð til að stefna saman þessum tveimur klúbbnum, móðurklúbbnum og afkvæminu. Sungin voru tvö lög undir dyggum undirleik Kjartans Sigurjónssonar.  Kristján Guðmundsson rakti söguna þegar 12 aðilar úr Kópavogsklúbbnum stofnuðu Borgir. Þá sýndi Marteinn Sigurgeirsson nokkrar myndir frá sameiginlegum ferðum klúbbanna til Vesturheims fyrir nokkrum árum, en 88 tóku þátt í ferðinni

Fundurinn13. desember var á vegum Menningarmálanefndar þar sem Stefán Baldursson er formaður. Gottfreð Árnason, fyrsti forseti Rotaryklúbbsins Borga og Ásdís Magnúsdóttir kona hans voru mætt til fundarins, en Gottfreð á 80 ára afmæli þennan dag. Sigurrós Þorgrímsdóttir talaði til afmælisbarnsins og rifjaði upp lífshlaup hans. Er afmælisbarnið gekk úr pontu, var sunginn afmælissöngurinn honum til heiðurs. Að loknum morgunverði var farið á Kjarvalsstaði og sýning Ragnheiðar Jónsdóttur skoðuð undir leiðsögn listamannsins.

Fundurinn 20. desember var í umsjón stjórnar sem hafði boðið Katrínu Júlíusdóttur ráðherra að koma og segja frá jólaminningum sínum. Katrín sagðist undanfarin 10 ár eytt aðventunni í Alþingi. Hún talaði almennt um undirbúning jólanna, bakstur og jólakort, auk jólastress.