Fréttir

3.6.2015

Samtvinnuð barátta fatlaðra og þroskaþjálfa

 Forseti setti fund 28. maí og greindi frá merkisafmæli Ólafar Þorvaldsdóttur og minnti á stjórnarskiptafund. Ólöf sagði frá nýútkominni ljóða- og ljósmyndabók eftir sig og son sinn. Baldur Sæmundsson flutti 3ja mínútna erindi og sagði frá því að hann eignaðist vespu fyrir þremur árum. Hann hrósaði farartækinu og kvaðst fljótur í förum, rekstrarkostnaður væri sáralítill, en að vísu þyrfti töluverðan skjólfatnað í vorveðrinu þessa dagana.


Fyrirlesari dagsins var Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir, þroskaþjálfi og félagi í Borgum. Hún rakti 50 ára sögu Þroskaþjálfafélags Íslands, sem byrjaði með menntun gæslusystra á 6. áratug 20. aldar. Í framhaldi af því þróaðist námið yfir í háskólamenntun þroskaþjálfa sem starfa við uppeldi og þjálfun fatlaðs og þroskahefts fólks. Meðal annars var rætt um Kópavogshælið og aðstæður þar fyrr á árum.  Jóna rakti þróun laga og reglugerða um réttindi þroskaheftra og þjónustu við þá.  Barátta fatlaðra og þroskaþjálfa er samþætt og miðar að því að fatlaðir hafi sjálfir ákvörðunarrétt um líf sitt og þá þjónustu þeim þeir njóta, sagði Jóna. 




Útdráttur