5. desember 2013
Aðventuhátíð
Heimsókn í Tónlistasafn Íslands og kvöldverður á Hilton.
Átjandi fundur starfsársins og 605. fundur frá stofnun,
var haldinn í Tónlistarsafni Íslands 5. desember 2013 kl. 18:00-18:15.
Bjarki Sveinbjörnsson kynnti fyrir gestum sýninguna „Dans á eftir“
að loknum fundi og var farið í kvöldverð á Hilton hótel á eftir.
Veislustjóri Friðgerður Friðgeirsdóttir.
Undir veislukrásum flutti Ágúst Ingi Jónsson erindi sem hann nefndi „Í blíðu og stríðu á Morgunblaðinu“ þar sem hann rifjaði upp minningar frá rúmlega 40 ára starfsferli á Morgunblaðinu, sem nýlega fagnaði aldarafmæli. Bjarki Sveinbjörnsson greip í flygilinn og síðan bókstaflega „brilleraði“ Marteinn Sigurgeirsson þegar hann flutti óborganlegan rótarýannál 2013 í máli og myndum.
Ýmsir aðrir tóku til máls og undir lokin flutti Óperudeild Söngskólans nokkur lög undir stjórn Garðars Cortes. Gestir nutu annars stundarinnar og þökkuðu skemmtinefndinni gott framtak.
Að málsverði loknum voru flestir saddir,
þó ekki allir því séra Gunnar vatt sér í pontu og kastað fram þessari vísu:
Veisluföng voru í flestu
veigalítil að mestu
þá hugsa ég mér
einkum og sér
að borða á Bæjarins bestu.