Fréttir

18.12.2013

5. desember 2013

Aðventuhátíð

Heimsókn í Tónlistasafn Íslands og kvöldverður á Hilton.bjarki_5122013

Átjandi fundur starfsársins og 605. fundur frá stofnun,

var haldinn í Tónlistarsafni Íslands 5. desember 2013 kl. 18:00-18:15.

Bjarki Sveinbjörnsson kynnti fyrir gestum sýninguna „Dans á eftir“

að loknum fundi og var farið í kvöldverð á Hilton hótel á eftir.

Veislustjóri  Friðgerður Friðgeirsdóttir.



FF_05122013Undir veislukrásum flutti Ágúst Ingi Jónsson erindi sem hann nefndiÍ blíðu og stríðu á Morgunblaðinuþar sem hann rifjaði upp minningar frá rúmlega 40 ára starfsferli á Morgunblaðinu, sem nýlega fagnaði aldarafmæli. Bjarki Sveinbjörnsson greip í flygilinn og síðan bókstaflega „brilleraði“ Marteinn Sigurgeirsson þegar hann flutti óborganlegan rótarýannál 2013 í máli og myndum.

MS_05122013

Ýmsir aðrir tóku til máls og undir lokin flutti Óperudeild Söngskólans nokkur lög undir stjórn Garðars Cortes. Gestir nutu annars stundarinnar og þökkuðu skemmtinefndinni gott framtak.gardar_5122013

Að málsverði loknum voru flestir saddir,

þó ekki allir því séra Gunnar vatt sér í pontu og kastað fram þessari vísu:

Veisluföng voru í flestu

veigalítil að mestu

þá hugsa ég mér

einkum og sér

að borða á Bæjarins bestu.