Fréttir

23.3.2017

Lestrarkeppni Borga

Á fundi Borga, 23. mars 2017, var haldin lestrarkeppni undir stjórn Þórðar Helgasonar. Lesið var úr Bláa hnettinum eftir Andra Snæ, auk ljóðs eftir  Steinunni Sigurðardóttur og sjálfvalið ljóð. Upplesturinn var afar skemmtilegur og margt snilldarljóðið flutt. 

Prófdómarar voru Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir og Baldur Sigurðsson. Var tekið tillit til þess hve vel var lesið í öllum umferðum, litið upp til að ná sambandi við áheyrendur og lesið skýrt.  Fyrstu verðlaun hlaut Rannveig Guðmundsdóttir. Aukaverðlaun hlaut Svava fyrir upplesturinn á En hvað það var skrýtið.