Fréttir

17.12.2013

28.11.2013 Kosningar, Franschhoek Valley-klúbburinn í Suðurafríku og Rotary.is

Anna Wernersdóttir sagði frá heimsókn í Rótaryklúbb í suður Afríku sem heitir Franschhoek Valley. Klúbburinn er með 25 félaga og er 25 km fyrir norðan Höfðaborg. Klúbburinn er ungur og öflugur í samfélagsstarfi. Klúbburinn safnar fyrir fátæk börn en skammt frá þessum frjósama dal er kofabyggð þar sem er mikil fátækt og örbyrgð. Anna Wernersdóttir afhentil forseta Rótarýklúbbsins Borga fána Rótarýklúbbsins Franschhoek Valley.

Að lokinni kosningu lokið þá er komið að fyrirlesara dagsins, Guðna Gíslasyni frá Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar.  Hann gerðist félagi í Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar árið 1996. Hann hefur verið í vefsíðunefnd, í valnefnd rótarýklubbs Hafnarfjarðar og verið kynningarstjóri Rótary frá árinu 2012.

Guðni fór yfir og kynnti heimasíðurnar rotary.is og rotary.org. Þetta eru stjórnarsíður sem halda utan um félagatal osfr. ,brunnur að öllum upplýsingum. Rotary International-síðan er lifandi og sýnir það fjölbreytta starf sem er í klúbbunum. Hver sem er getur skráð sig inn á síðuna. Rótarýmerkið er áberandi. Á forsíðunni er einn hnappur áberandi er GIVE þ.e. fyrir þá sem leggja fé i Rótarysjóðinn. Getum styrkt sjóðinn beint í gegnum síðuna.