Fréttir

25.12.2014

Þátttakendur í eigin lífi

Eftir að forseti hafði sett fund 11. desember flutti Ingi Ingvarsson þriggja mínútna erindi. Hann rakti m.a. nokkrar breytingar á lifnaðarháttum og búsetu sem hann og hans fólk hafa upplifað á mislangri ævi. Sem táningur kynntist Ingi stúlku á sama aldri. Vel fór á með þeim og ákváðu þau að skiptast á símanúmerum. Ingi hefur sjálfsagt fengið fimm stafa númer stúkunnar, en hún fékk tvö tákn á blaði, löng, sutt. Vart þarf að taka fram að Ingi heyrði ekki aftur í þessari ungu snót. 

Dagmar Huld Matthíasdóttir kynnti Svanhildi Þengilsdóttur, deildarstjóra
þjónustudeildar aldraðra hjá Kópavogsbæ. Sprenging varð í fjölda aldraðra í Kópavogi umfram það sem gerist annars staðar, þegar Hrafnista og fleiri byggðu upp í Boðaþingi. Á deild Svanhildar eru um 60 stöðugildi og veitir deildin um 850 heimilum þjónustu í einhverri mynd. Allir vinna að sama markmiði, sem er farsæl öldrun og að fólk geti verið virkir þátttakendur í eigin lífi sem lengst.