Fréttir
  • sabjorg2

18.6.2012

Slysavarnarskóli sjómanna

Fastur fundur klúbbsins sem haldinn var 31. maí sl. var fluttur af hefðbundnum fundarstað. 

Jón Gunnarsson hafði veg og vanda að heimsókn klúbbfélaga í Slysavarnarskóla sjómanna og var fundurinn haldinn í Sæbjörgu í Reykjavíkurhöfn. sabjorg1 Þegar komið var um borð kynnti Jón Gunnarsson skólastjóra Slysavarnaskólans, Hilmar Snorrason sem byggði upp starfsemina og tók ´hann síðan við og sagði frá tilurð skólans sem var stofnaður 1985 og er í eigu Landsbjargar. Skipið var áður Akraborgin sem sigldi milli Reykjavíkur og Akraness og var það gefið til þessa starfs árið 1998. Starfsemi skólans er hluti af menntakerfi sjómanna og námskeiðin eru sniðin að þörfum mismunandi hópa, s.s. sjómanna á kaupskipum, fiskiskipum, smábátum, skemmtibátum o.s.frv. Einnig fer fram þjálfun sjóbjörgunarsveita og æfingar í þyrlubjörgun. Um 2000 manns sækja námskeið árlega en sjómenn eru námskeiðsskyldir og Hilmar taldi það vera mikilvægan þátt í að slysum á sjó hefur fækkað. Starfsmenn eru 8, allir með reynslu í sjómennsku.
Að kynningu lokinni tók við leiðsögn um skipið þar sem framkvæmd æfinga var nánar skýrð fyrir félögum. Margir dvöldu fram yfir venjulegan fundartíma og spurðu margs um það sem fyrir augu og eyru bar.sabjorg3