Fréttir

27.3.2015

Létt sveifla í morgunsárið

Eftir að forseti hafði sett fund 26. mars og greint frá atburðum sem eru á döfinni bauð hann nokkra nemendur úr Skólahljómsveit Kópavogs velkomna. Hópur átta tónlistarmanna lék síðan nokkur lög og var yndislegt að heyra tangó, blómavalsinn, Dimmalimm og létta  sveiflu svona í morgunsárið. 
Rannveig Guðmunddóttir sagði frá heimsókn í Rótarýklúbbinn Straum í Hafnarfirði og flutti síðan þriggja mínútna erindi. Hún sagði frá karli föður sínum sem var einstaklega utan við sig. Hvað eftir annað gleymdi hann að fara úr vagninum á leið heim úr vinnu. Hann tók síðan bílpróf eftir að hafa farið í 56 ökutíma og fjölskyldan eignaðist Trabant. Þá tók ekki betra við því húsbóndinn gleymdi að hann hafði farið á bíl í vinnuna og að auki að fara úr vagninum.
Anna Stefánsdóttir gerði grein fyrir störfum verkefnanefndar og styrkþegum ársins, Skólahljómsveit Kópavogs og Fjölsmiðjunni. Magnús forseti afhenti síðan styrki klúbbsins  og Þorbjörn Jensson og Össur Geirsson þökkuðu og sögðu nokkur orð fyrir hönd Fjölsmiðjunnar og Skólahljómsveitarinnar.