Fréttir
  • sa3

2.1.2013

Uppgjör um áramót - óskráðir fundir frá júní 2012

Umboðsmaður barna kom í heimsókn og klúbburinn heimsóttur af félögum frá Suður Afríku

Fundurinn 14. júní var í umsjón Ungmenna- og æskulýðsnefndar, en Svava Bernharðsdóttir er formaður nefndarinnar. Guðmundur Ásgeirsson hélt 3ja mínútna erindi og sagði frá laxveiðum á Hvítárvöllum þar sem hann dvaldi í æsku. Útlitsgallaður lax sem ekki var söluvara var borinn á borð alla sunnudaga sumarlangt og þótti yngri kynslóðinni nóg um en eldra fólk lét sér vel líka.
Margrét María Sigurðardóttir umboðsmaður barna sagði frá starfsemi embættisins.
Hún rakti stuttlega tilurð og tilgang Umboðsmanns barna en embættið var stofnað 1995. Umboðsmaðurinn er talsmaður allra barna og á að sjá til þess að réttindi þeirra séu virt, m.a. með hliðsjón af Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Embættið er sjálfstætt og óháð fyrirmælum stjórnvalda og hefur þannig víðtækan rétt til að afla sér upplýsinga hjá öðrum stofnunum. Málefnin eru fjölbreytt s.s. fjölskyldumál, skólamál, heilbrigðismál og barnaverndarmál. Í lokin sýndi hún myndband sem er afrakstur verkefnis sem nefnist Stjórnlög unga fólksins en þar var fjallað um embætti forsetans út frá sjónarhóli ungs fólks. mm

Fundurinn 24. júní var í umsjón stjórnar.
Gestir fundarins voru félagar frá Rotary Club of Pearl í Suður Afríku. Þá voru og gestir Robert Melax, Tryggvi Pálsson, umdæmisstjóri, Sveinn Skúlason, fyrrv. umdæmisstjóri og frú Sólveig.sa5
Fyrirlesarar dagsins voru ofangreindir rótarýfélagar frá Suður-Afríku. Sögðu þau frá sér og sínum, frá starfinu í þeirra klúbbi og sýndu fjölda mynda af mönnum, dýrum og nánasta umhverfi.sa1 Var þetta hið fróðlegasta fyrir Frónbúann og svo að sjá að margt sé þar syðra með öðrum blæ en hér svo sem vænti mátti.
Þá sagði Robert Melax stuttlega frá högum sínum í Suður-Afríku en þar hefur hann verið búsettur undanfarin 3 ár.