Fréttir
  • ov9

21.11.2012

Óvissuferð

Borgarar höfðu það gaman saman í óvissuferð sem farin var 20. nóvember sl.

Þriðjudaginn 20. nóvember sl. fóru Borgarar í óvissuferð ásamt mökum sínum.  ov4Skemmtinefndin hafði veg og vanda að ferðinni og var Lára Ingibjörg Ólafsdóttir í forsvari.  ov5Stigið var í hópferðabíl á bílastæð MK og var fyrsti áfangastaður Náttúrufræðistofa Kópavogs.  ov17ov16Þar kynnti forstöðumaður safnsins, Hilmar Malmquist sögu, verkefni og gripi safnsins.  ov13Þá var þar haldinn hefðbundinn en stuttur fundur í Rótarýklúbbnum Borgum og var þar mættur mikill fjöldi gesta sem voru vitanlega makarnir.  Að honum loknum var ekið að Nauthóli og snæddur þar dýrindis kvöldverður og kynnti Baldur Sæmundsson matseðilinn.  ov18Dagskrá stjórnaði Kjartan Sigurjónsson af snilld þar sem hann blés oft í „rörið“  til  að gefa tóninn fyrir fjöldasöng en fyrir þá sem ekki voru á staðnum skal upplýsast að kallaði hann munnhörpuna sína „rör“.  Lára Ingibjörg Ólafsdóttir las upp ljóð sem og Bergljót Sveinsdóttir. ov7 Snorri Konráðsson sagði skemmtisögur eins og honum einum er lagið og Sveinbjörn Sveinbjörnsson sagði góðan brandara af stjórnmálamönnum.  ov11ov12Allir komu Borgararnir þó aftur og kvöddust saddir og sælir löngu fyrir miðnætti á bílastæði MK.ov10ov15