Fréttir

3.7.2015

Stjórnarskiptafundur þ.27.júní í Básnum í Ölfusi

Stjórnarskiptafundur var að þessu sinni haldinn í Básnum í Ölfusi og fór fram á hefðbundinn hátt. Magnús Jóhannsson flutti skýrslu fráfarandi stjórnar og stiklaði á því helsta í starfinu, en skýrsluna í heild má finna undir fundargerðum klúbbsins. Í heildina var starfsárið líflegt og fjölbreytni talsverð í starfinu. Magnús afhenti síðan Bjarnheiði Guðmundsdóttur forsetakeðjuna. 

Veislustjóri í hátíðarkvöldverði var Guðmundur Jóelsson og ræðumaður kvöldsins var Guðrún Eggertsdóttir. Hagyrðingar úr hópi félaga létu gamminn geysa, einkum þeir Ingi Kr. Stefánsson og Gunnar Sigurjónsson, og Snorri Konráðsson sagði nokkur vel valin orð. Óperusöngvarar tóku nokkrar aríur og brugðu á leik. Garðar Cortes stjórnaði síðan fjöldasöng á sinn einstæða hátt.

Fyrr um daginn höfðu félagar í Borgum heimsótt Garðyrkjuskólann að Reykjum í Ölfusi þar sem Guðriður Helgadóttir fór með gesti um næsta nágrenni skólans og gróðurhús. Þar gat að líta ótrúlega fjölbreytt og falleg blóm og jurtir af öllum stærðum og gerðum. Ekki þarf að taka fram að Gurrý fór á kostum og geislaði af glaðværð og þekkingu.