Fréttir

17.11.2014

Mengun og menntun. 

Fundur 6. nóvember, 14. fundur starfsársins

Forseti setti fund og rennt var yfir nokkrar tilkynningar, m.a. um óperuferð, aðventuhátíð og endurútgáfu félagatals. Forval til stjórnar fór fram á fundinum.
Guðrún Pálsdóttir flutti þriggja mínútna erindi og sagði frá MBA-námi sínu í HÍ síðustu misseri. Hún sagði námið ögrandi, hagnýtt og gefandi og gaf því toppeinkunn.


Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, fjallaði í fróðlegu erindi um gasmengun frá eldstöðvunum í Holuhrauni, áhrif hinna ýmsu gastegunda og dreifingu þeirra. Hann bar þennan útblástur saman við annan útblástur á Íslandi og annars staðar í heiminum, en þarna fer til dæmis gífurlegt magn af brennisteini út í andrúmsloftið. Mögulegar sviðsmyndir eru margar og óvissa á flestum sviðum eins og t.d. hvað varðar lengd gossins og hvort það færist undir jökul.
Viska dagsins var á sínum stað og að henni lokinni fóru félagar með fjórprófið og forseti sleit fundi.