VÖRPUM LJÓSI Á ROTARY
Rótarýdagurinn verður haldinn um land allt næstkomandi laugardag, 28 . febrúar. Af hálfu Borga tilnefndin stjórn þrjá formenn nefnda til að vinna að undirbúningi, þau Dagmar Huld Matthíasdóttur frá starfsþjónustunefnd, Gísla Norðdahl félagavalsnefnd og Jón Pétursson þjóðmálanefnd.
Klúbbarnir þrír í Kópavogi verða með sameiginlega dagskráí Smáralind, nánar tiltekið í „gryfjunni“ niðri, framan við Debenhams. Fulltúar úr klúbbunum þremur ætla að vera þarna milli 12 til 17, a.m.k. þrír í senn. Óskað er eftir um tíu sjálfboðaliðum úr Borgum til að til að vera undirbúningsnefndinni til aðstoðar í Smáralindinni, en félagar eru hvattir til að mæta í Smáralind á laugardaginn.
Áhugasamir tilkynni Dagmar um þátttöku: dagmar@sunnuhlid.is