Fréttir

17.4.2011

Vel heppnað klúbbþing

Yfir 20 félagar mættu og áttu góða stund

Annað klúbbþing starfsársins í Rótarýklúbbnum Görðum var haldið miðvikudaginn 13. apríl kl. 17:30 í Jötunheimum, félagsheimili Skátafélagsins Vífils, Bæjarbraut 7.

 

Forseti, Páll Hilmarsson, fór yfir dagskrá starfsársins og kallaði eftir ábendingum og hugmyndum félagsmanna. Góð umræða skapaðist á fundinum og ýmsar hugmyndir viðraðar sem fengu góðan hljómgrunn.

Boðið var upp á samlokur og gos og lauk fundi kl. 19:00. Fundarmenn lýstu yfir ánægju sinni með að halda slíkt klúbbþing tvisvar á starfsárinu.