Fréttir

14.6.2010

Rótarýgolfmót 16. júlí nk.

Rótarýgolfmótið sem haldið er árlegai verður að þessu sinni í umsjá Rótarýklúbbsins Borga í Kópavogi og verður mótið haldið á Hamarsvelli við Borgarnes föstudaginn 16. júlí nk. Makar rótarýfélaga eru einnig velkomnir og hafa þeir möguleika á að keppa til allra verðlauna utan sveitarkeppninnar en þar telja tveir bestu rótarýfélagar frá hverjum klúbbi.

Eins og venjan er verður keppt í punktakeppni með forgjöf hjá einstaklingum og sveitum. Þar að auki verður keppt um besta skor (brutto) einstaklinga og næst holu á öllum par 3 brautum. Einnig verður verðlaunað fyrir lengsta högg á 18. braut.

Mæting er kl. 10 árdegis en kl. 11.00 stundvíslega hefst golfleikurinn og verður ræst út samtímis á öllum teigum. Röðun á teiga, keppnisfyrirkomulag,  staðarreglur o.fl. verður  greint frá áður en ræst verður út.

Að móti loknu verður grillað íslenskt lambafillet með bakaðri kartöflu,salati og sveppasósu. Í eftirrétt er pönnukaka með aftereight, ískúlu og kaffi sem einnig er innifalið í verðinu. Þá fer fram verðlaunaafhending og dregið verður úr skorkortum og næsti klúbbur valinn til að annast mótshald 2011.

Skráning í mótið fer fram hjá formanni undirbúningsnefndar: ga@ag.is. Einnig á að vera hægt að skrá sig á vefsíðu Golfsambands Íslands: www.golf.is undir Golfklúbbur Borgarness eða hjá klúbbnum sjálfum í síma437 2000 ða437 1663. Mikilvægt er að skrá forgjöf og kennitölu ásamt frá hvaða klúbbi viðkomandi er ef það er unnt en að öðrum kosti verður það gert á staðnum.

Þátttökugjald er kr. 6.800 á mann.

Nánari upplýsingar veita:

Guðmundur Ásgeirsson  s. 896 0335,netfang ga@ag.is

Ingi Kr. Stefánsson s. 892 9611, netfang ingitann@simnet.is

Guðrún S. Ólafsdóttir s. 820 6535, netfang: gudrun.olafsdottir@landsbanki.is


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning