Fréttir

21.6.2005

Rótarýklúbbur Selfoss gróðursetti 50 birkiplöntur

Rótarýklúbbur Selfoss fór nýverið út í neðri Laugardælaeyju í Ölfusá og gróðursetti þar 50 birkiplöntur. Um 30 félagsmenn fóru í ferðina sem heppnaðist í alla staði mjög vel. Gengið var um eyjuna, fuglalífið skoðað og nesti borðað áður en haldið var aftur í land. Það voru félagar í Björgunarfélagi Árborgar sem sáu um að koma félagsmönnum út í eyjuna og í land aftur. Meðfylgjandi mynd var tekin af hópnum út í eyjunni. 

 


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning