Fréttir

14.6.2011

Hátíðarguðsþjónusta Rótarýklúbbs á þjóðhátíðardaginn

Rótarýfélagar á Seltjarnarnesi standa að hátíðarguðsþjónustu á þjóðhátíðardaginn nk. föstudag 17.júní kl. 11 í Seltjarnarneskirkju og bjóða upp á veitingar að messu lokinni. Í guðspjalli dagsins sem er úr 17. kafla Mattheusarguðspjalls, 7. til 12. vers, eru m.a. kjörorð Rótarýhreyfingarinnar: „Allt sem þér viljið að aðrir menn geri yður, það skuluð þér og þeim gera“.

Sóknarpresturinn Sigurður Grétar Helgason mun þjóna fyrir altari, en Rótarýfélagar sjá um aðra þætti guðsþjónustunnar. Forseti Rótarýklúbbs Seltjarnarness, Ólafur Egilsson, flytur hugvekju og ritningarlestra annast þau dr. Gunnlaugur A. Jónsson og Svana Helen Björnsdóttir. 

Tónlist flytja þær Monika Abendroth einleik á hörpu, Anna Bergljót Gunnarsdóttir einleik á píanó og Björg Þórhallsdóttir sópran sem syngur einsöng.

Rótarýfélagar úr öðrum klúbbum og sóknum eru að sjálfsögðu mjög velkomnir.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning