Fréttir

13.3.2015

Fjórðungur íslenskra rótarýfélaga eru konur

19,8% allra rótarýfélaga eru konur

Af þeim rúmlega 1,2 milljónum rótarýfélaga eru 241.500 konur. Á Íslandi eru konur í dag 25,3% rótarýfélaga og fer hægt og rólega fjölgandi. Er Ísland í 38. sæti af þeim 110 löndum sem hafa 10 rótarýklúbba eða fleiri. Í efsta sæti trónir Mongólía með 52,6% konur. Í Efri hlutanum má finna lönd eins og Indónesíu, Venúsúela, Egyptaland, Rússaland, Kenýa Suður-Afríka og Canada en 22 lönd eru með meira en 30% hlutfall kvenna sem rótarýfélaga. Bandaríkin eru í 31. sæti með 27,7% og á undan Íslandi er aðeins 2 Evrópuríki, Úkraína og Bosnía og Hersegóvína.

Svíþjóð er í 40. sæti með 24,8%, Noregur í 73. sæti með 17,5%, Danmörk í 94. sæti með 12,7% og Finnland strax á eftir með 12,5%. Japan er í neðsta sæti (110.) með aðeins 5,2% hlutfall kvenna en á undan þeim má finna Indlandi, Lúsemborg, Belgíu, Austurríki, Þýskaland, Sviss og Slóvakíu.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning