Fréttir
Rótarýdagurinn 2016 hitti í mark
Yfirskrift dagsins var „Fjölmenning“. Áhersla var lögð á að ná til almennings með fjölbreyttri dagskrá, og þá ekki síst þeirra sem flust hafa til Íslands hin síðari ár. Einnig var tækifærið notað til að varpa ljósi á starf rótarýklúbbanna á Íslandi og hin merku viðfangsefni sem Rótarýhreyfingin innir af hendi á sviði mannúðar- og menningarmála um heim allan. Í því skyni birtust greinar og fréttir í dagblöðum og héraðsfréttablöðum. Þessi mynd var tekin þegar félagar í Rkl. Setjarnarness heilsuðu fólki í verslunarmiðstöðinni við Eiðistorg, veittu upplýsingar um Rótarý og afhentu kynningarbæklinga á Rótarýdeginum sl. laugardag 27. febrúar.



