Fréttir
Jón Hákon heiðraður
Jón Hákon Magnússon Rkl. Seltjarnarness var á glæsilegum hátíðarkvöldverði í lok umdæmisþings, heiðraður af umdæmisstjóra með Paul Harris-orðu með tveimur steinum.
Jón Hákon var um langt skeið formaður útbreiðslunefndar umdæmisins og kom að stofnum margra klúbba í starfi sínu. Hann var umdæmisstjóri 1993-1994 og var um skeið fjölmiðlafulltrúi umdæmissin. Áslaugu G. Harðardóttur, eiginkonu Jóns Hákons var færður blómvottur enda vinna fáir mikið starf fyrir Rótarý nema með góðum stuðningi maka síns.