Fréttir

21.6.2014

Stofnandi Rótarýklúbbs Rangæinga heiðraður

Ólafur Ólafsson stofnaði rótarýklúbb Rangæinga árið 1966 og hefur verið virkasti félaginn í klúbbnum frá upphafi og er það enn. Rkl. Rangæinga heiðraði Ólaf þegar hann fagnaði 90 ára afmæli sínu nýlega.

Ólafur stofnaði klúbbinn nánast einhendis og hefur leitt félaga klúbbsins í 48 ár með eldmóði sínum og þekkingu á málefnum Rótarý. Klúbbfélagar segja Ólaf sannan Rótarýmann og hefur hann margsinnis gegnt öllum störfum í klúbbnum. Ólafur er oft nefndur “herra rótarý” af félögum sínum. Hann hefur verið rótarýfélagi í 54 ár, eða frá árinu 1960.
Þann 5. maí sl. fagnaði Ólafur 90 ára afmæli sínu. Af því tilefni heimsótti Björn Bjarndal Jónsson umdæmisstjóri klúbbinn og þakkaði Ólafi fyrir störf hans í þágu rótarýhreyfingarinnar og afhenti honum trjáplöntu að gjöf.  Á afmælinu færðu klúbbfélagar Ólafi ávaxtatré og stuðlabergsstein með eftirfarandi áletrun:  “Ólafur Ólafsson. Stofnandi Rótarýklúbbs Rangæinga.  Þökkum þína forystu.  Klúbbfélagar.  5. maí 2014”. Steinninn og ávaxtatrén voru sett á sinn stað á rótarýlundi í landareign Ólafs í Syðstu Mörk undir Eyjafjöllum þann 5. júní sl. Meðfylgjandi myndir eru frá afhendingu gjafanna.



Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning