Fréttir

12.6.2015

Nýr félagi

Benedikt Gröndal tekin inn í Rótarýklúbb Hafnarfjarðar

Það er ávallt gleðiefni að taka á móti nýjum rótarýfélaga. Félagar í Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar tóku vel á móti Benedikt Gröndal þegar hann var tekinn í klúbbinn á almennum fundi 11. júní sl. Benedikt kemur í klúbbinn fyrir starfsgreinina Starfsemi á sviði upplýsingaþjónustu.

Benedikt er fæddur 1963, tæknifræðingur að mennt og starfar sem forstöðurmaður gagnavera Advania. Kona hans er Hrafnhildur Halldórsdóttir hjúkrunarfræðingur. Búa þau í Hafnarfirði.


Jóhannes Pálmi Hinriksson forseti fagnar nýjum félaga.


Hfj_haus_01