Jólamerki Rótarýklúbbs Hafnarfjarðar
Rotary Christmas stamps
Klúbburinn hefur gefið út jólamerki síðan 1958 og frá 1962 hafa öll merkin verið með Rótarýhjólinu. Fyrsta merkið sem klúbburinn gaf út var reyndar afmælismerki í tilefni af 50 ára afmæli Hafnarfjarðarkaupstaðar árið 1958.
Til að panta merki, hafið samband við ritara til að fá nánari upplýsingar.
English summary:
Rotaryclub of Hafnarfjorthur has published these Cristmas stamps since 1958. Since 1962 the Rotary wheel has been on all the stamps.
To order stamps, please contact the secretary for information.
Jólamerkjaútgáfa Rótarýklúbbs Hafnarfjarðar hefur verið órofin frá árin 1958 en það ár gaf klúbburinn út afmælismerki í tilefni af 50 ára afmæli Hafnarfjarðarkaupstaðar.
Þetta ár var samþykkt stofnun Framkvæmdastjóðs klúbbsins og 7. nóvember sama ár flutti Magnús Guðlaugsson tillögu um að klúbburinn gæfi út jólamerki til fjáröflunar og hefur jólamerkjaútgáfan verið helsti tekjustofn Framkvæmdasjóðs síðan.
Beinteinn Bjarnason, sem var gjaldkeri Framkvæmdasjóðs, stjórnaði að mestu jólamerkjaútgáfunni allt til dauðadags 4. febrúar 1984. Að ráði Beinteins komst sú skipan á að klúbbfélagar voru skikkaðir til að kaupa ákveðinn fjölda merkja fyrir jólin og hefur sá vani haldist síðan.
Ásgeir Júlíusson teiknaði afmælismerkið og jólamerkin til 1960 en síðan hefur Bjarni Jónsson teiknað lang flest merkin.
Eftirtaldir hafa teiknað eða ljáð til myndir á jólamerkin:
Listamaður | Ár |
---|---|
Ásgeir Júlúusson | 1958, 1959, 1960 og afmælismerkið 1958 |
Sigrún Guðjónsdóttir (Rúna) | 1961 |
Bjarni Jónsson | 1962-1971, 1973-1980, 1986-1988, 1990, 1996, 1999, 2005-2007 |
Herdís Guðmundsdóttir | 1972 |
Gunnar Hjaltason | 1981, 1991-1992 |
Sigurbjörn Kristinsson | 1982-1983, 1994,1995, 1997, 1998, 2003, 2004 |
Níels Árnason | 1984-1985, 1989, 2001, 2002 |
Þóra Dal | 2000 |