InnerWheel Hafnarfjörður

Inner Wheel klúbbur Hafnarfjarðar

Eiginkonur rótarýfélaga í Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar stofnuðu Inner Wheel klúbb árið 1976. Þær sem áhuga á að ganga í klúbbinn hafi samband við starfandi forseta Inner Wheel Hafnarfjörður.

 

Forseti 2016-2017 (júlí-júní)

  • Sigurborg Kristinsdóttir, sími 867 2155
  • Forseti 2015-2016: Þórdís Guðjónsdóttir
  • Forseti 2014-2015: Þórdís Guðjónsdóttir
  • Forseti 2013-2014: Kristjana Þórdís Ásgeirsdótir
  • Forseti 2012-2013: Kristjana Þórdís Ásgeirsdótir
  • Forseti 2011-2012: Sissel Einarsson
  • Forseti 2010-2011: Gerður S. Sigurðardóttir

Inner Wheel merkiInner Wheel klúbbur Hafnarfjarðar var stofnaður 4. nóvember 1976 en fékk fullgidlingu þann 15. október 1977. Fullgildinguna annaðist frú Ingibjörg Guðmundsdóttir, fyrsti forseti Inner Wheel á Íslandi en hafnfirski klúbburinn var fjórði Inner Wheel klúbburinn á Íslandi.

Til fullgildingarhátíðarinnar var eiginmönnum boðið ásamt nokkrum öðrum gestum. Stofnendur Inner Wheel Hafnarfjarðar voru 24.

Fyrstu stjórn klúbbsins skipuðu: Forseti frú Lára Jónsdóttir, varaforseti frú Margrét Guðnadóttir, ritari frú Elsa Kristinsdóttir, erlendur bréfritari frú Hulda Sigurðardóttir og gjaldkeri frú Sigríður Bergsdóttir.

Reglulegir fundir voru í upphafi haldnir síðasta mánudagskvöld hvers mánaðar í veitingahúsinu Skiphóll en eru nú haldnir annan miðvikudag í mánuði frá október til maí en staðsetning er ekki bundin.

Markmið

Markmið Inner Wheel eru að auka sanna vináttu, efla mannleg samskipti og auka og auka alþjóðlegan skilning, og koma þau meðal annars fram í gagnkvæmum heimsóknum klúbbanna hver til annars og bréfaskiptum við erlenda klúbba.

Félagar

Eiginkonur rótarýmanna og ekkjur fv. rótarýmanna geta orðið félagar í Inner Whell, sömuleiðis mæður, systur, dætur, tengdadætur og stjúpdætur innerwheel- og rótarýfélaga, nýverandi og fyrrverandi, séu þær orðnar 18 ára.

Sjá nánar á http://www.innerwheel.is/




Hfj_haus_01