Fréttir

4.2.2018 : 50 ára afmæli Tórshavnar Rotary Klubbi

Forseti og ritari ásamt mökum mættu í afmælisveisluna

Vinaklúbbur Rótarýklúbbs Hafnarfjarðar, Tórshavnar Rotary Klubbi fagnaði 50 ára afmæli sínum með afmælisveislu nú í lok janúar. Forseti og ritari ásamt mökum þáðu boð klúbbsins og mættu til afmælisveislunnar. Lesa meira

20.9.2017 : Erlendur Guðmundsson er látinn

Fæddur 12. júlí 1943 - látinn 14. september 2017

Erlendur Guðmundsson

Rótarýfélagi okkar Erlendur Guðmundsson er fallinn frá eftir stutt veikindi. Erlendur gekk í Rótarýklúbb Hafnarfjarðar 8. október 2009 og var alla tíð virkur félagi. Kynni hans og klúbbsins eru þó lengri en hann flaug með klúbbinn til Vesturheims árið 2002.

Lesa meira

7.9.2017 : Árshátíð klúbbsins 14. október

Batteríið heimsótt og gleði fram á nótt í golfskálanum

Árshátíð Rótarýklúbbs Hafnarfjarðar verður í Golfskála Keilis, Steinholti 1, laugardaginn 14. október nk.
Dagskrá hefst kl. 18 og mun Sigurður Einarsson arkitek, félagi í klúbbnum, taka á móti hópnum í Batteríinu að Hvaleyrarbraut 32.
Eftir skoðunarferð um fyrirtækið verður haldið yfir í Golfskálann þar sem áætlað er að vera um kl. 19:45. Séð verður fyrir flutningi á milli staða. Lesa meira

4.9.2017 : Ferð í Hvalfjörðinn 23. september

Magnús Þór Hafsteinsson
Farið verður í dagsferð 23. september nk. í Hvalfjörðinn.
Fararstjóri verður Magnús þór Hafsteinsson.  Magnús er mjög fróður um það sem fram fór í Hvalfirði á stríðsárunum.  Meðal annars hefur hann skrifað bókina Dauðinn í Dumshafi sem er um siglingar með hergögn  úr Hvalfirði til Murmansk.
Lesa meira

23.6.2017 : Meðal rótarýfélaginn er 64 ára

Rótarýfélagi í ræðustól
Þegar skoðaður er aldur klúbbfélagana 76 í Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar kemur í ljós að meðalaldur félaga er 63,8 ár. Og það kemur meira í ljós! Lesa meira

23.6.2017 : Nýr félagi tekinn inn

Kolbrún Benediktsdóttir er nú yngsti félaginn í klúbbnum

Bessi H. Þorsteinsson og Kolbrún Benediktsdóttir
Í gær var Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari tekinn inn í klúbbinn með hátíðlegri athöfn. Hún er fjórði félaginn sem tekinn er inn í klúbbinn á þessu ári og er nú sú yngsta í klúbbnum.
Lesa meira

Hfj_haus_01