Fréttir
Fundir falla niður
Reglulegir fundir Rótarýklúbbs Hafnarfjarðar falla niður 21. og 28. júlí 2011.
Þetta er í fyrsta sinn sem klúbburinn nýtir sér heimild til að fella niður tvo fundi í röð. En í grundvallarlögum rótarýklúbba stendur eftirfarandi: "Stjórnin má ekki á eigin spýtur fella niður meira en fjóra reglulega fundi á rótarýárinu af öðrum ástæðum en hér hafa verið taldar og aldrei fleiri en þrjá í röð." Fundur verður einnig felldur niður fimmtudaginn 29. desember 2011.