Fréttir
  • Paul Harrisfélagar 2013

2.2.2013

Þrír nýir Paul Harris félagar

Heiðraðir á þorrablóti klúbbsins

Rótarýfélagarnir Haraldur Þór Ólason, Hallgrímur Jónasson og Hjördís Guðbjörnsdóttir voru heiðruð með Paul Harrisviðurkenningu á þorrablóti klúbbsins 31. janúar sl. Öll hafa þau gegnt stöðu forseta í klúbbnum.

Þorrablót 2013 forsetiÞað var forseti klúbbsins, Steingrímur Guðjónsson sem afhenti félögunum viðurkenninguna, barmmerki og viðurkenningarskjal.

Þorrablót klúbbsins var vel sótt og gestir margir. Eftir hressilegan söng og upplestur á þorradrápu eftir Sigurð H. Guðmundsson, fyrrverandi félaga í klúbbnum þar sem hvatt var til dáða og að hornið góða yrði vel nýtt. Það var úr og gekk hornið á milli manna þar til ekkert var eftir enda ekki hægt að leggja það frá sér fyrr en þá.

Þorrablót 2013Fyrirlesari var Magnús Jónsson, sagnfræðingur sem hefur kennt Íslendingasögur á námskeiðum Endurmenntunar í rúm 10 ár. Á hverju misseri njóta hátt á þriðja hundrað gesta þekkingar hans og frásagnarhæfni er hann tekur fyrir hverja söguna á fætur annarri. Sögunni sem hann flutti okkur var vel tekið enda skemmtilega framsett og áhugaverð. - gg.


Hfj_haus_01