Fréttir
Nýtt mætingarkort
Kynnt verður á næsta fundi nýtt mætingarkort fyrir klúbbinn. Nýtt við kortið er að sjálft mætingarkortið sem afhendist klúbbi viðkomandi gests er rifið af en meirihlutinn verður eftir sem gesturinn heldur til minningar um mætinguna. Á forsíðu er mynd frá Hafnarfirði og á bakhlið eru 4 smámyndir og texti um klúbbinn.Einnig hafa verið framleidd póstkort með sömu mynd og geta klúbbfélagar keypt slík kort til styrktar starfi klúbbsins. Guðni Gíslason hannaði kortið og tók ljósmyndir.