Fréttir

19.6.2004

Skiptinemi frá Brasilíu á leið til okkar

Camila Chabar er 18 ára frá São Paulo í Brasilíu og er er væntanleg til okkar í ágúst sem skiptinemi á vegum klúbbsins.Hún fær mjög góðan vitnisburð í skóla og virkar mjög áhugasöm. Hún er ballerína og hefur mikinn áhuga á að kynnast öðru fólki og annarri menningu. Ástæða áhuga hennar á Íslandi segir faðir hennar þá að þau hafi hitt Karen (sem var skiptinemi hjá okkur fyrir nokkrum árum) og hafi hún smitað þau af áhuga á Íslandi, en Karen er í stöðugu samband við þær fjölskyldur sem hún var hjá hér í Hafnarfirði. Enn er möguleiki á að fá að hýsa Camilu í 3-4 mánuði og rétt að bregðast skjótt við því hún og fjölskylda hennar býður spennt að komast í samband við fjölskyldurnar sem hún verður hjá. Áhugasamir hafi samband við Guðna, formann æskulýðsnefndar sem allra fyrst.

Hfj_haus_01