Fréttir
  • Umdæmisþing Rótarý 2013 - 36

13.10.2013

Jessica heillaði gesti á umdæmisþingi Rótarý

Á vegum Rótarý eru nú þrír skiptinemar, frá Ekvador, Sviss og Bandaríkjunum og mættu þau á umdæmisþing Rótarý sem haldið var á Selfossi um helgina. Skiptinemi Rótarýklúbbs Hafnarfjarðar, Jessica Ruth, hefur náð einstaklega góðum árangri í íslensku og kynnti hún sig að sjálfsögðu á íslensku á þinginu. Tveir mánuðir eru síðan hún kom til landsins.

Umdæmisþing Rótarý 2013 - 20Skiptinemarnir þrír, Jessica, Daria frá Sviss og Mateo frá Ekvador tróðu upp á hátíðarkvöldverðinum á Hótel Selfossi, Mateo á gítar, Daria á úkulela og Daria á hristur. Sungu þau eitt lag fyrir gesti og gerðu það glæsilega og fengu frábærar viðtökur. Stelpurnar tvær tala saman orðið á íslensku en helsta vandamál þeirra eru Íslendingarnir sem alltaf vilja tala ensku. Þrír klúbbfélagar fylgdust með Jessicu kynna sig á þinginu, þeir Guðbjartur, Guðni og Jón Auðunn og tveir þeir síðarnefndu ásamt mökum fengu að njóta tónlistarflutnings þeirra.

Umdæmisþing Rótarý 2013 - 50Íslenskukunnátta Jessicu heillaði veislustjórann, Guðna Ágústsson fv. landbúnaðarráðherra sem lofaði henni áritað eintak af Njálu á íslensku. Að lesa Njálu verður eflaust prófraun Jessicu á Íslenskukunnáttunni! Að sjálfsögðu fékk Guðni mynd af sér með skiptinemunum en Jessica hefur á þessum stutta tíma hér á landi fengið mynd af sér ýmsu frægu fólki, bæjarstjóranum á fyrsta degi og forseta Íslands.

Umdæmisþing Rótarý 2013 - 37


Hfj_haus_01