Fréttir

26.3.2004

Sumarbúðir 2004

Rótarýhreyfingin býður ungmennum á aldrinum 15-23 ára að taka þátt í sumarbúðum í Evrópu og Egyptalandi í sumar. Ungmennin dvelja að jafnaði um 15 daga í viðkomandi landi og gista annað hvort á heimilum eða í sumarbúðum. Þarna gefst ungmennunum stórkostlegt tækifæri á að kynnast fólki í öðru landi á sama tíma og þau fá að upplifa eitthvað skemmtileg. Börn Rótarýfélaga geta gjarnan tekið þátt og hafa nokkrir krakkar á vegum okkar klúbbfélaga farið og láta mjög vel af dvölinni.

Sækið upplýsingar um það sem er í boði en munið að fyrstur kemur fyrstur fær og þær ferðir sem eru grálitaðar eru fráteknar eða frágengnar og etv. fleiri. Allar upplýsingar eru undir Æskulýðsmál hér til vinstri.


Hfj_haus_01