Fréttir

30.6.2003

Julie farin heim - góður fulltrúi síns heimalands

Skiptinemi klúubbsins, Julie Carlier flaug heim til Frakklands í dag. Það er ekki létt að halda af stað eftir svona langan tíma, miklu þurfti að pakka og marga að kveðja. Troðfull flugstöðin og óendanlega löng röðin hjálpaði ekki. Með smámisnotkun a silfruðu korti fékk hún snarlega bókun á Saga Class borði og kílóin 39 hurfu hljóðlaust í lestina og með tárum kvaddi hún og hvarf með níðþungan bakpokann og aðra tösku til. Rúmum 10 tímum síðar kom sms skilaboð um að hún væri komin heim og allt í lagi og símtal staðfesti það. Í kvöld var msn-ið svo miskunnalaust notað af yngri kynslóðinni svo kannski er ekki svo langt á milli eftir allt. Æskulýðsnefndin þakkar þeim sem hafa sýnt Julie alúð og aðstoð og horfir fram til þess að taka við nýjum skiptinema næsta vor. - Guðni.

Hfj_haus_01