Fréttir

17.4.2009

Eftir tvo daga í Stokkhólmi

Nú erum við búin að vera tvo daga í Stokkhólmi og ferðin hefur gegnið mjög vel. Búið er að heimsækja sendiherrahjónin, fara í skoðunarferð og þramma um borgina.

Stokkhólmsferð 200934 þátttakendur eru í ferð Rótarýklúbbs Hafnarfjarðar til Stokkhólms, langþráðri ferð sem fyrst var á dagskrá fyrir tveimur árum síðan. Hópurinn fór saman í rútu til Keflavíkur og flaug með Eldborgu til Stokkhólms þar sem Steinþór Ólafsson, leiðsögumaður og félagi í Rótarýklúbbi Kópavogs beið okkar með rútu sem flutti okkur á hótelið við Sergel torgið í hjarta Stokkhólms.  Eftir að fólk hafði komið sér fyrir fóru flestir í skoðunarferðir um næsta nágrenni en kl. 5 var hópurinn kominn í glæsilega íbúð íslenska sendiráðsins við Strandvägen. Þar tóku Guðmundur Árni Stefánsson og Jóna Dóra Karlsdóttir á móti okkur með velgjörðum og þar áttum við mjög skemmtilegan tíma. Kristinn Jóhannesson, samferðamaður okkar settist við flygilinn og við sungum að lokum þar sem fararstjórinn Steingrímur Guðjónsson var í fararbroddi með flotta sveiflu. Haraldur Þór Ólason, forseti klúbbsins færði sendiherrahjónunum bók og geisladisk frá 100 ára afmæli Hafnarfjarðar ásamt fána klúbbsins og Hafnrafjarðarbæjar. Undirritaður mætti að sjálfsögðu með Fjarðarpóstinn, enda útgáfudagur hans en Guðmundur Árni var fljótur að upplýsa að hann hafði þegar lesið hann á netinu. Hann fékk líka nýjan kynningarbækling um Rótarý þar sem myndir af hafnfirskum rótarýfélögum prýðir flestar síður.
Stokkhólmsferð 2009Hópurinn skiptist svo niður í minni einingar til að komast inn á veitingahús en flestur hittust svo á hótelinu á eftir. Góður fyrsti dagur var á enda.

Annar dagur hófst með skoðunarferð um Stokkhólm. Steinþór sagði okkur á sinn sérstaka hátt frá borginni og Svíþjóð í dag. Var farið víða, m.a. að konungshöllinni, í Stadshuset, Gamla stan og Vasa safnið. Var þetta mjöf fróðleg ferð og að henn lokinni tvístraðist hópurinn, búðir, götur og hús voru skoðuð, sumir urðu búðaekklar en sennilega hefur verslun verið með minna móti í ferðinni. Fólk fór í hópum út að borða um kvöldið og góður hópur hittist á hótelinu um kvöldið og öðrum degi var lokið og nýr dagur býður í þessari skemmtilegu ferð.

Sjá myndir í myndaalbúmi hér

/gg


Hfj_haus_01