Fréttir

21.6.2004

Skólastyrkir rótarýmanna í Georgíu

Rótarýumdæmin í Georgíu-fylki í Bandaríkjunum bjóða íslenskum ungmennum að sækja um eins árs námsdvöl við háskóla í fylkinu skólaárið 2005-2006. Styrkirnir eru veittir ungu fólki á aldrinum 18-24 árum. Börn rótarýfélaga geta sótt um til jafns við aðra. Umsóknir um skólavist ásamt fylgigögnum þurfa að vera komnar til Georgíu fyrir 1. október 2004. Umsækjendur þurfa að taka tvö bandarísk próf (TOEFL og SAT) hér á landi og þarf umsækjandi að skrá sig í prófin um leið og hann undirbýr umsóknina. Upplýsingar um prófdaga fást hjá Fulbright-stofnuninni í Reykjavík. Nánari upplýsingar um Georgíustyrkina má fá á heimasíðu GRSP (Georgia Rotary Student Program), grsp.org, og á umdæmisskrifstofu.

Hfj_haus_01