Fréttir

15.11.2012

Stjórn 2013-2014 kjörin

Seinni hluti stjórnarkjörs fór fram í dag. Í öllum tilfellum var sá sem flestar tilnefningar fékk, kosinn. Eftirtaldir verða í stjórn Rótarýklúbbs Hafnarfjarðar 2013-2014

Forseti: Jón Auðunn Jónsson
Verðandi forseti: J. Pálmi Hinriksson
Ritari: Eyjólfur Sæmundsson
Gjaldkeri: Jón Vignir Karlsson
Stallari: Gunnar Gunnarsson
Fv. forseti: Steingrímur Guðjónsson

Til stjórnar Framkvæmdasjóðs kom tilnefning frá stjórn sjóðsins að Ragnheiður Björk Guðmundsdóttir yrði kjörin í stjórnina. Engin önnur tilnefning kom fram og var hún því sjálfkjörin. Tillaga kom fram um Sigurþór Aðalsteinsson sem formann sjóðsins. Engin önnur tillaga kom fram og var hann sjálfkjörinn.


Hfj_haus_01